Heimaræktun

Skemmtileg viðfangsefni fyrir alla fjölskylduna

Ungur skyldi læra ef aldraður skyldi kunna

Klifurplantan

Hvað þarftu:

Rennilásapoka, bómull/eldhúsbréf, teiknibólur eða sterkt límband, baunir að eigin vali og vatn.

Hvað á að gera:

Vættu lítillega bómul eða eldhúsbréf og settu baunir að eigin vali í, settu nú baunirnar með undirlaginu ofaní pokann og þannig að þær vísi upp. Festu pokann á vegg sem snýr móti glugga. Pokinn getur verið festur t.d. með  límbandi eða teiknibólum. Passaðu að halda raka og fylgstu með plöntunni klifra upp vegginn.

Motturæktun

Hvað þarftu:

Gamalt teppi/ullarpeysu, box t.d. ísbox, mold, vatn og fræ t.d. radísufræ, bygg eða chiafræ.

Hvað á að gera:

Efnisbúturinn er klipptur niður svo hann passi í boxið. Búturinn er hreinsaður með því að hella yfir hann soðnu vatni.

Þá er fræjum stráð yfir nokkuð þétt. Settu lok á boxið, hafðu lokað í um 3 daga og opnaðu þá fyrir sólarljós. Á 7. degi ætti þétt „motta“ af spírum að hafa myndast. Uppskera er þegar þær teygja sig upp að eða yfir brún boxins.

Flöskuræktun

Hvað þarftu:

Flösku úr gleri, trekt, mold, vatn og 3-7 fræ t.d. baunir, radísur eða kryddjurtir.

Hvað á að gera:

Flaska er hálffyllt af góðri mold.

Fræ eru sett ofaní og moldin mettuð af vatni.

Flaskan er þá sett út í gluggakistu þar sem hún hitnar og myndar kjöraðstæður fyrir spírun. Fræin spíra og hefja vöxt sem endar með því að plönturnar gægjast upp úr flöskunni.

Glasaræktun

Hvað þarftu:

Einn 15 cm blómapott, mold, möl eða vikur, stórt glerglas, vatn og tómat.

Hvað á að gera:

Taktu minnst 15 cm blómapott og fylltu af góðri mold með möl/vikri í botninn. Taktu tómat af uppáhald tegundinni þinni, skerðu sneið af honum, helst úr miðju, og komdu fyrir á 1 cm dýpi í miðjum potti. Mettaðu moldina með vatni. Settu hálfs lítra glas yfir tómatsneiðina. Komdu pottinum með glasinu fyrir á hóflega sólríkum stað. Um leið og plantan myndar græn blöð færist þetta litla gróðurhús í sólríka gluggakistu. Fjarlægið glasið þegar plantan hefur vaxið upp í topp þess. Athugið að tómatplöntur geta orðið nokkuð stórar og þurfa mikið vatn.

Stígvélaræktun

Hvað þarftu:

Einn 15 cm blómapott, mold, möl eða vikur, stórt glerglas, vatn og tómat.

Hvað á að gera:

Taktu minnst 15 cm blómapott og fylltu af góðri mold með möl/vikri í botninn. Taktu tómat af uppáhald tegundinni þinni, skerðu sneið af honum, helst úr miðju, og komdu fyrir á 1 cm dýpi í miðjum potti. Mettaðu moldina með vatni. Settu hálfs lítra glas yfir tómatsneiðina. Komdu pottinum með glasinu fyrir á hóflega sólríkum stað. Um leið og plantan myndar græn blöð færist þetta litla gróðurhús í sólríka gluggakistu. Fjarlægið glasið þegar plantan hefur vaxið upp í topp þess. Athugið að tómatplöntur geta orðið nokkuð stórar og þurfa mikið vatn.

Dósaræktun

Hvað þarftu:

Niðursuðudós, mold, vikur eða möl, vatn og fræ t.d. kóriander eða kúmen.

Hvað á að gera:

Settu eina tóma niðursuðudós í sjóðandi vatn. Miðinn losnar og dósinn sótthreinsast. Settu möl/vikur í botninn og fylltu upp með mold.

Settu eftirlætis kryddjurtafræin þín, u.þ.b. 10 stk í hverja dós, þrýstu létt niður í moldina og jafnaðu yfirborðið. Vökvaðu sem nemur ¼ af rúmmáli dósarinnar. 

Svepparæktun

Hvað þarftu:

Skyr/jógurdós með loki, kaffikorg, svepp og vatn. 

Hvað á að gera:

Skref 1: Skerðu 2-3 sneiðar af uppáhalds sveppnum þínum, best er að nota sneiðar úr miðjum sveppnum til að fá sporana. Leggðu milli tveggja arka af pappa og bleyttu. Settu inn í poka sem lokast auðveldlega t.d. rennilásapoka og geymdu á myrkum köldum stað í 2 vikur. Þá hafa myndast sveppaþræðir.

Skref 2: Þegar pappinn er orðinn alhvítur af sveppaþráðum skal taka hann úr pokanum, klippa í litla ferninga, og blanda saman við nýlagaðan kældan kaffikorg ofaní skyr/jógúrtdós. Lokið dósinni og setjið dósina á kaldan dimman stað. Gott er að kíkja á boxið á nokkurra daga fresti og passa að massinn haldist rakur. Hafið þolinmæði því ferlið tekur 2-5 vikur.

Skref 3: Þegar massinn er orðinn alhvítur þá skal taka lokið af og færa dósina á hlýrri stað. Þá má fljótlega búast við að ávöxtur sveppaþráðanna komi uppúr krafsinu en gætið að ávöxturinn ofþorni ekki.

Krukkuræktun

Hvað þarftu:

Krukku með loki, bómull, vatn og fræ t.d. kjúklingabaunir.

Hvað á að gera:

Finndu krukku og settu bómull í hana. Ef bómullin er í skífum rífðu hana upp svo hún líkist litlu skýi. Veldu fræ að eigin vali og settu efst í bómullina. Mettaðu bómullina með vatni og settu lokið á. Þegar fræin eru búin að ræta sig, þ.e. rætur eru orðnar nokkuð sjáanlegar, má færa spírurnar varlega yfir í mold.

Plastflöskuræktun

Hvað þarftu:

Eina 2 l plastflösku, skæri, kveikjara, nokkra 5 cm spottar af grófu bómullargarni, mold, vatn og fræ t.d. basil.

Hvað á að gera:

Taktu eina 2 l plastflösku með tappa og klipptu til helminga. Klipptu/brenndu 2x þrjú göt í flöskuna sitt hvoru megin nærri flöskuhálsinum. Hafðu gott bil á milli gatanna og ekki er verra að þau séu ekki öll í jafnri línu. Gataðu tappann á flöskunni, stingdu bómullarþráðunum í gegn og skrúfaðu tappan á. Stingdu nú efri hluta flöskunnar ofaní neðrihlutann með flöskuhálsinn vísandi niður. Fylltu efri hluta flöskunnar með mold og sáðu basil fræjum í efsta lagið á moldinni, þrýstu létt niður í moldina og jafnaðu yfirborðið. Mettaðu moldina af vatni. Settu að lokum vatn í neðri hluta flöskunnar og sjáðu til þess að bómullarþræðirnir liggi vel niður í vatnið.

Hvítlauksræktun

Hvað þarftu:

Eitt meðalstórt box t.d. ísbox, mold, hvítlauk og vatn. 

Hvað á að gera:

Fylltu box ⅔ með mold. Taktu hvítlauk og hlutaðu í sundur. Settu hvítlauksrifin niður með um 2 cm millibili. Láttu háls rifjanna snúa upp og oddmjóa endann niður. Mettaðu moldina með vatni. Fljótlega byrja græn grös að spretta uppúr hvítlauksrifjunum sem bera hvítlauksbragð og má klippa og nýta í matargerð líkt og kryddjurtir.

Eggjabakkaræktun

Hvað þarftu:

Eggjabakka, mold, jarðarber, tannstöngull, eldhúsbréf, vatn.

Hvað á að gera:

Settu mold í litlu hólfin á eggjabakkanum. Týndu fræ utanaf jarðarberjum með tannstöngli og geymdu á eldhúsbréfi. Þegar þau eru alþurr (1-2 dagar) eru þau sett í hvert sitt hólf á 0,5cm dýpi.

Haldið moldinni rakri og hlúið vel að plöntunum ykkar.

Þegar þær svo sýna fallega græn blöð má færa þær út í sólríkt beð eða stærri og sólríkari potta.

Fernuræktun

Hvað þarftu:

Eina tóma mjólkurfernu, mold, möl/vikur, vatn og salatfræ t.d. vatnakarsa (watercress)

Hvað á að gera:

Settu möl eða vikur í botninn á vel hreinsaðri fernu, bættu mold upp í ¾ af fernunni. Stráðu fræjum nokkuð þétt í fernuna. Vökvaðu þannig að moldin mettist. Fljólega byrja fræin að vakna til lífsins. Passaðu uppá raka, leyfðu spírunum að vaxa í um vikutíma eða eins og hentar, þá má klippa og nota.

Spíruræktun

Hvað þarftu:

Rennilásapoka, eldhúsbréf, vatn og baunir að eigin vali.

Hvað á að gera:

Vættu eldhúsbréf og leggðu í botninn á rennilásapoka. Settu baunir að eigin vali á eldhúsbréfið. Það má vera nokkuð þétt. Passaðu að halda raka en ekki loka pokanum alveg. Eftir 3-5 daga hafa baunirnar spírað og eru tilbúnar til neyslu. 

Skemmtilegt er að gera prófanir á bragði spíra á þennan hátt, bragðast t.d kúmenspírur eins og kringlur? 

Þolinmóða hnetan

Hvað þarftu:

Einn 20 cm pott, mold, vikur, jarðhnetur í skurn 

Hvað á að gera:

Taktu hneturnar úr skurninni. Settu vikur í botninn á pottinum og fylltu upp með góðri gróðurmold.

Settu 5-6 jarðhnetur um 2 cm undir yfirborð moldarinnar og hafðu gott bil á milli þeirra. Vökvaðu moldina, settu plastfilmu yfir og geymdu rökkvuðum stað þar til fer að sjást í grænt spretta uppúr moldinni. Þá tekurðu plastið af og færir í betri birtuskilyrði.

Þegar plönturnar hafa náð um 7-10 cm má færa plönturnar í eigin pott og finna þeim  sólríkan stað. Þar sem plönturnar leita í birtu er gott að snúa pottunum svo plantan vaxi beint upp. Passaðu að plönturnar þorni ekki.

Plantan blómstrar fallega en býr til ávöxtinn niðri í moldinni. Þegar blómin myndast er sniðugt að vökva öðru hvoru með næringarvatni. Mikilvægt er að hafa þolinmæði við þessa tilraun því jarðhnetur geta tekið um 90-150 daga að myndast.

Betra er kál í koti en krás í herrasloti

Jógakennari sem brennur fyrir ræktun, endurnýtingu, sjálfbærni og fræðslu. 

Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Áhugamaður um allt milli himins og jarðar. allt hefur spennandi fleti sem vert er að rannsaka nánar. 

Gunnar Ólafssons

Matjurtaræktun í skólastofunni

Heim

Um

Samstarfsskólar

Bloggið

Heimaræktun

Heimaverkefni

Fróðleikur

Myndir

Vertu með

Sími og netfang

Gunnar Ólafsson
Sími 888 5579
frae@djupid.net

“Til allrar menningar þarf ræktun, og til allrar ræktunar þarf tíma. Þess vegna er í rauninni ekki til ný menning. Öll menning er gömul.” - Þórarinn Björnsson