Verkefni

Hugmyndir að verkefnum

Ungur skyldi læra ef aldraður skyldi kunna

Fræteikning

Teiknaðu eftir minni plöntuhlutana eins og við höfum talað um í tímum og bættu við inn a myndina þeim fjórum mikilvægu þáttum sem plöntur þarfnast. Litaðu svo og skreyttu að vild. Litaðu svo og skreyttu að vild.

 

 • Fræ, spíra, rætur, kímblöð.
 • Vatn, næring, birta, umhyggja.
 • Hér eru leiðbeiningar í myndbandi.
 • Getum við huxað okkur önnur fræ, eru t.d hrogn fræ?
 • Getum við teiknað hugmyndir, þær eru fræ. 

Laufblaðateikning

Skoðaðu hvort til séu plöntur á heimilinu þínu. Ef þú finnur plöntur skaltu nú athuga vel blöðin á þeim. Plöntur eru afar ólíkar og eru blöðin á þeim mjög forvitnileg að skoða nánar. Eru þau: þykk, þunn, slétt, teinótt á endana, ílöng, hringlaga eða allt öðruvísi? Finndu þér blað og blýant og teiknaðu nú 3-5 af þessum ólíku blöðum á blað. Litaðu og skreyttu að vild.

 

 • Klipptu laufblöðin út notaðu í skreytingar.
 • Finndu ólíkar plöntur og teiknaðu eftir eigin höfði.
 • Teiknaðu æðakerfi plantna.

Uppruni grænmetisins

Gerðu könnun og spurðu alla heimilismeðlimi um þeirra uppáhalds grænmeti. Skrifaðu niður 10 uppáhalds grænmeti fjölskyldunnar á blað. Nú skaltu reyna að komast að því hvar þetta grænmeti vex og hvenær uppskerutími þeirra er.

 

 • Vex eitthvert þeirra á Íslandi?
 • Hefur þú ræktað eitthvað af þessu grænmeti sjálf/ur?
 • Hefur þú ræktað í Minecraft?

Þroski ávaxta

Þetta er tilraun sem snýst um að skoða hvort ávextir og grænmeti þroskist fyrr í ísskáp eða á eldhúsborðinu. Prófaðu að taka tvo jafn harða/óþroskaða ávexti af sömu gerð. Það getur t.d. verið avókadó, mangó eða melóna. Áður en þú byrjar skaltu klípa utanum ávextina einn af öðrum eins vel og þú getur og finna hversu harðir eða mjúkir þeir eru. Settu nú annan ávöxtinn inn í ísskáp og hafðu hinn á eldhúsborðinu. Eftir 3-4 daga skaltu skoða ávextina saman aftur og kanna hvort einhver breyting hafi orðið. Ef engin breyting er skaltu halda áfram í 2 daga í viðbót.

 

 • Hver er niðurstaðan?
 • Hvað gerðist hjá ávextinum sem var í ísskápnum?
 • Hvað gerðist hjá ávextinum sem var á eldhúsborðinu?
 • Er einhver munur?
 • Af hverju heldurðu að það sé?

Skrítnasti ávöxturinn eða grænmetið

Hefurðu einhverntíman séð nýupptekna gulrót sem hefur tvær rætur og lítur út eins og hún hafi fætur? Stundum og raunar mjög oft þroskast ávextir og grænmeti svona skringilega og það er alveg eðlilegt og líkt og þú hefur kannski fæðingarblett einhversstaðar á líkamanum þá hafa ávextir og grænmeti líka stundum bletti á hýðinu sínu eða berki. Farðu inn í eldhús og finndu skrítnasta grænmetið eða ávöxtinn sem þú finnur og prófaðu að teikna mynd af honum. Litaðu og skreyttu að vild.

 

 • Hvernig grænmeti myndir þú kjósa að vera?
 • Prófið að loka augunum og vera planta/grænmeti í eina mínútu, teygja sig í ljósið, hreyfa sig með andardrætti.

Skrifaðu sögu

Skrifaðu sögu um skrítið grænmeti eða ávöxt og prófaðu að hugsa um hvernig því líður. Teiknaðu mynd og litaðu og skreyttu að vild.

 

 • Yrði sagan önnur ef plantan væri í námunda við aðra?

Teiknaðu sögu

Gerðu teiknimyndasögu um grænmeti eða ávexti.

Geta plöntur hreyft sig?

Finndu plöntu heima fyrir sem hefur þunn og létt laufblöð. Ef þú hefur nú þegar prófað að rækta baunir og baunagrasið er komið með nokkur lauf þá er t.d. gott að fylgjast með baunagras plöntunni. Settu plöntuna útí glugga svo hún hafi næga birtu.

Skráðu núna hjá þér á blað hvaða dagur er, hvort það sé sól eða skýjað úti, og í hvaða átt blöðin á plöntunni snúa.

Næsta dag gerirðu það sama, skráir hjá þér hvaða dagur er og í hvaða átt blöðin snúa. Ef þér finnst öll eða flest blöðin snúa sér t.d. meira í eina sérstaka átt þá skaltu skrá það hjá þér. Þegar þú ert búin/nn að því þá skaltu snúa pottinum með plöntunni þannig að blöðin snúi núna í burtu frá þeim stað sem þau snéru að áðan.

Endurtaktu þetta í nokkra daga og sjáðu hvaða niðurstöður þú færð.

 

 • Hvaða niðurstöðu fékkstu?
 • Af hverju heldurðu að þú fáir þessa niðurstöðu?
 • Timelapse, er það eitthvað sem væri gaman að prófa?

Hvaðan kemur maturinn sem þú borðar?

Skrifaðu niður í einn dag matinn sem þú borðar: morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Flokkaðu matinn eftir því hvort hann kemur frá nærri heimilinu þínu, frá Íslandi eða erlendis frá.

 • Hvaðan kemur flest af því sem þú borðar?
 • Hvaðan heldurðu að maturinn sem kemur erlendis frá þurfi að ferðast langt til að komast til þín?
 • Hér gæti verið spennandi að mæla út í Google Maps.

Ávaxtaleikrit

Hefurðu einhverntíman hlustað á leikritið Ávaxtakörfuna? Nú færð þú tækifæri til að búa til þitt eigið leikrit um ávexti.

 

 • Hver er aðal söguhetjan?
 • Hverjir eru tvær helstu aukapersónur?
 • Er eitthvað illmenni?
 • Hvað kemur fyrir?
 • Hvernig endar leikritið?

Mæling á uppgufun

Finndu box, t.d. er skyr eða jógúrt dós mjög fín í þetta verkefni. Þú þarft penna sem er vatnsheldur og reglustiku. Settu nú reglustikuna ofaní boxið og markaðu með pennanum litlar línur fyrir sentimetrana frá einum og upp í fimm (1, 2, 3, 4 og 5). Markaðu líka með punkti alla hálfa sentimetra (0.5, 1.5, 2.5, 3.5 og 4.5).

Nú skaltu sækja vatn og fylla boxið alveg upp að efstu línunni. Ef þið eigið matarlit heima getið þið sett litinn útí svo auðveldara sé að sjá vatnsyfirborðið. Finndu autt blað og blýant og skráðu dagsetningu og hversu mikið er í boxinu þegar þú byrjar. Yfir næstu daga skaltu skoða boxið og sjá hvort og þá hversu mikið vatn hefur gufað upp.

Samanburðarmæling á uppgufun

Finndu tvö box, t.d. er skyr eða jógúrt dós mjög fín í þetta verkefni. Þú þarft penna sem er vatnsheldur og reglustiku. Settu nú reglustikuna ofaní boxin hvert af öðru og markaðu með pennanum litlar línur fyrir sentimetrana frá einum og upp í fimm (1, 2, 3, 4 og 5). Markaðu líka með punkti alla hálfa sentimetra (0.5, 1.5, 2.5, 3.5 og 4.5).

Nú skaltu sækja vatn og fylla boxin alveg upp að efstu línunni. Ef þið eigið matarlit heima getið þið sett litinn útí svo auðveldara sé að sjá vatnsyfirborðið. Nú skaltu finna boxunum tveimur ólíka staði, annan þar sem er hlýtt og hinn þar sem er svalt.

Hafðu til taks autt blað og blýant og skráðu dagsetningu og hversu mikið er í boxunum þegar þú byrjar. Yfir næstu daga skaltu skoða boxin og sjá hvort og þá hversu mikið vatn hefur gufað upp.

 

 • Hefur viðbót salts í vatnið áhrif hér?

 • Hvað heldurðu að þú þurfir að gera fyrir plönturnar og dýrin?
 • Gerðu lista yfir allt sem þér dettur í hug að sé nauðsynlegt til að uppskeran verði góð og að dýrunum líði vel.
 • Athugaðu að veðrið getur átt stóran þátt í því sem þarf að gera.

Ímyndaðu þér…

Frændi þinn sem þér þykir mjög vænt um býr uppí sveit. Þú hefur stundum heimsótt hann og þekkir húsið hans og jörð vel. Nú var hann að hringja í þig og láta þig vita að hann er í vanda og biður þig um að koma og aðstoða sig.

Þegar þú kemur kemstu að því að frændi þinn er fótbrotinn á báðum fótum eftir að hafa dottið úr stiga og vantar að þú sjáir um búið hans í 10 daga. Hann er grænmetisbóndi og er að auki með nokkrar kindur, hænur og eina kú. Hann hefur hingað til ekki notast við mikið af nútímatækni sem getur hjálpað þér við það sem þarf að gera, en sem betur fer er hann búinn að sá og planta öllum plöntum.

Næstu 10 daga þarftu að sinna jörðinni og dýrunum og þú hlakkar mikið til.

Veðurspá: Von er á hitabylgju og mikilli sól næstu 5 dagana, en mikilli rigningu þar á eftir.

Svolítið til að hugsa um: Hvað er sjálfbærni?

Sjálfbærni snýst um að við pössum uppá jafnvægi milli umhverfisins, efnahagsins í landinu, samfélagsins sem við búum í og velferðar. Velferð felur í sér að öllum geti liðið vel og verið öruggir með að hafa fæði, húsnæði og aðgang að grunnþjónustu.

Við getum hugsað það þannig að sjálfbær þróun feli í sér að við skilum umhverfinu til næstu kynslóða í ekki verra ástandi en við tókum við því. Með því reynum við að lifa og gera það sem þarf til að okkur líði vel án þess að nota allar auðlindir eða minnka möguleika komandi kynslóða til að líða vel. 

 • Hvað er það sem lætur þér líða vel?
 • Þegar þú hugsar um hvar þú býrð og umhverfið þitt, hvaða auðlindir eru í þínu umhverfi?
 • Hvað finnst þér vera mikilvæg auðlind?

 • Eiga allir jafnan aðgang að auðlindum?
 • Er hægt að nýta náttúruna og vernda á sama tíma?

Efnahagskerfi samfélaga skipa stórt hlutverk þegar kemur að skynsamlegri nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Þannig er mikilvægt að vöxtur efnahags byggi hvorki á, né leiði til, óhóflegs ágangs eða ofnýtingar náttúrunnar. Framleiðsla og neysla eru órjúfanlegir þættir samfélags og um leið efnahags hvers einstaklings.

Það er mikilvægt að við skiljum hvað felst í okkar vistspori. Þ.e. hvað við neytum og notum í daglegu lífi og athöfnum, og hvernig það sem við gerum hefur áhrif á náttúruna með úrgangi og mengun. 

 

 • Hefur þú hugað að því hvaðan maturinn kemur sem þú borðar?
 • Hvað heldurðu að þú getir gert til að passa uppá jörðina?

Betra er kál í koti en krás í herrasloti

Jógakennari sem brennur fyrir ræktun, endurnýtingu, sjálfbærni og fræðslu. 

Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Áhugamaður um allt milli himins og jarðar. allt hefur spennandi fleti sem vert er að rannsaka nánar. 

Gunnar Ólafssons

Matjurtaræktun í skólastofunni

Heim

Um

Samstarfsskólar

Bloggið

Heimaræktun

Heimaverkefni

Fróðleikur

Myndir

Vertu með

“Til allrar menningar þarf ræktun, og til allrar ræktunar þarf tíma. Þess vegna er í rauninni ekki til ný menning. Öll menning er gömul.” - Þórarinn Björnsson

Sími og netfang

Gunnar Ólafsson
Sími 888 5579
frae@djupid.net

This message is only visible to admins.

Problem displaying Facebook posts.
Click to show error

Error: Server configuration issue