Fræ til framtíðar
Ræktun matjurta í skólastofunni
Ást og hlýja mikilvæg fyrir plönturnar
Verkefnið snýr að ræktun matjurta í skólum á Vestfjörðum, er nýhafið og er unnið af sprotafyrirtækinu Fræ til framtíðar í samstarfi við Landbúnaðarháskólann, og er styrkt af Matarauði Íslands.
Einfalt kerfi
Fræ til framtíðar hefur hannað og einfallt kerfi sem gert er í samstarfi við Fab
Lab. Nemendurnir setja það saman og undirbúa sjálfir.
Eftir að búið er að planta fræjum og fá spírur í gang og ræturnar orðnar
nægilega langar eru þær settar í kerfið. Þar rennur vatn með næringarlausn
um ræturnar í fjórar til fimm vikur og ætti það sem ræktað er að vera fullsprottið
að loknum þeim tíma.
Hvað er fræ og spírun og hvað læra börnin?
„Það er kemmtilegt að við kennum börnunum að plönturnar þurfa sól, næringu
og vatn. En það sem er ekki síður mikilvægt er ást og umhyggja og við reynum
að hvetja krakkana til að sýna plöntunum ást og hlýju og tengjum það við að
þegar ást og hlýja er til staðar þá vex allt og dafnar. Við þráum sjálf þessa
hlýju og plönturnar gera það líka, þetta ýtir undir samkennd og undir falleg
samskipti.“
Að búa til matjurtir, umhyggja, alúð og næring
„Við viljum að þetta skjóti rótum sem víðast, því það sem vakir fyrir okkur er
að tengjast meira því sem við neitum, sjá hvaðan það kemur og hvað þarf til
að láta það verða til. Þetta tengist mataröryggi, sjálfbærni, kolefnisspori, að
vera meðvitaðri neytendur og að vera í meiri snertingu um hvað það er sem
við erum að gera við matinn okkar.“
Vatnsræktun, kostir og hvaða læra börnin?
„Á meðan á þessu stendur hafa kennarinn og börnin skýrslubók þar sem þau
skrá niður ýmsar mælingar. Þau mæla hitastig á vatningu, mæla svokallað EC
gildi sem er rafleiðni, eða næringargildi og þau mæla PH gildi sem er sýrustig.
Þetta mæla þau á hverjum degi og skrifa niður athugasemdir ef einhver frávik
eru. Við hvetjum þau til að vera frjó og hugmyndarík og þora að prufa eitthvað
nýtt, t.d. að lengja ljóstíma um einhverjar mínútur, eða minnka tímann.“
Fræ til framtíðar
Jógakennari sem brennur fyrir ræktun, endurnýtingu, sjálfbærni og fræðslu.
Áhugamaður um allt milli himins og jarðar. allt hefur spennandi fleti sem vert er að rannsaka nánar.
Matjurtaræktun í skólastofunni
Heim
Um
Samstarfsskólar
Bloggið
Heimaræktun
Heimaverkefni
Fróðleikur
Myndir
Vertu með
“Til allrar menningar þarf ræktun, og til allrar ræktunar þarf tíma. Þess vegna er í rauninni ekki til ný menning. Öll menning er gömul.” - Þórarinn Björnsson
Sími og netfang
Gunnar Ólafsson
Sími 888 5579
frae@djupid.net
This message is only visible to admins.
Problem displaying Facebook posts.
Click to show error