Vatnsræktarkerfi

Ræktun matjurta í skólastofunni

Einfalt kerfi

Fræ til framtíðar hefur hannað og einfallt kerfi sem gert er í samstarfi við Fab
Lab. Nemendurnir setja það saman og undirbúa sjálfir.
Eftir að búið er að planta fræjum og fá spírur í gang og ræturnar orðnar
nægilega langar eru þær settar í kerfið. Þar rennur vatn með næringarlausn
um ræturnar í fjórar til fimm vikur og ætti það sem ræktað er að vera fullsprottið að loknum þeim tíma.

Ræktun matjurta í skólastofunni

Nemendur þriðja bekkjar í fimm skólum læra að rækta sér til matar.
Grunnskólarnir í Bolungarvík, Ísafirði, Þingeyri, Tálknafirði og Patreksfirði
hófu þróun verkefnisins Fræ til framtíðar í byrjun árs 2020.