Um okkur

Ræktun matjurta í skólastofunni

Verkefnið

Fræ til framtíðar hóf í janúar 2020 verkefni sem snýr að því að kenna nemendum 3. bekkjar ýmislegt sem tengist ræktun. Ekki aðeins læra nemendurnir að þekkja og vinna með plöntur heldur er takmarkið að þeir öðlist betri meðvitund um matvæli, framleiðslu og neyslu, þ.e. hvaðan matur kemur og hvað þarf til að geta ræktað sér til matar. Einnig er snert á hugtökum á borð við sjálfbærni, matarsóun og fæðuöryggi.

Nemendur læra að sá fræjum og sjá líf kvikna, huga að spírunum og næra, og síðar sinna plöntum í vatnsræktunarkerfi sem hver bekkur hefur í skólastofunni sinni. Vatnsræktunarkerfin eru einföld kerfi sem unnin hafa verið í samstarfi við FabLab á Ísafirði. Þau eru tveggja metra há með rými fyrir 35 plöntur í láréttum rörum. Nemendur fá í hendurnar tól og tæki til að stunda vísindalegar rannsóknir undir leiðsögn umsjónarkennara og starfsmanna Fræ til framtíðar.

Meðal þess sem nemendur mæla er EC leiðni og PH gildi í næringarvatninu sem veitt er á plönturnar í kerfinu, ásamt því að fylgjast með og mæla vöxt plantnanna. Kerfið má ekki aðeins nýta til að stunda t.d. samanburðarrannsóknir á ólíkum skilyrðum heldur má nýta kerfið í heild sinni á þverfaglegan hátt í við kennslu, en það býður uppá tengingu við flestar námsgreinar og skemmtilega nálgun á námsefnið.

Allt námsefni og teikningar er aðgengilegt og til þess fallið að sækja og nýta heimafyrir. Verkefnið er styrkt af Matarauði Íslands og unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann.

„Fræ til framtíðar er kynslóðaverkefni, ekki átak“

-Gunnar Ólafsson

Jógakennari sem brennur fyrir ræktun, endurnýtingu, sjálfbærni og fræðslu. 

Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Áhugamaður um allt milli himins og jarðar. allt hefur spennandi fleti sem vert er að rannsaka nánar. 

Gunnar Ólafssons

Matjurtaræktun í skólastofunni

Heim

Um

Samstarfsskólar

Bloggið

Heimaræktun

Heimaverkefni

Fróðleikur

Myndir

Vertu með

“Til allrar menningar þarf ræktun, og til allrar ræktunar þarf tíma. Þess vegna er í rauninni ekki til ný menning. Öll menning er gömul.” - Þórarinn Björnsson

Sími og netfang

Gunnar Ólafsson
Sími 888 5579
frae@djupid.net

This message is only visible to admins.

Problem displaying Facebook posts.
Click to show error

Error: Server configuration issue