Ég flokka, en er það nóg? 

Ég velti oft fyrir mér hvort mitt framlag til loftslagsmála sé nóg eða hvort ég geti gert betur. Auðvitað getur maður alltaf gert betur, en þið vitið kannski hvað ég á við.

Staðan er þessi:
Ég er með tvær tunnur við húsið mitt þar sem ég get flokkað almennt sorp og lífrænt sorp í aðra tunnuna. Í hina flokka ég plast og pappa, og þar má líka setja fernur, dósir og batterí í aðskildum pokum. Það er ágætt skipulag. Ég flokka heimilissorpið samkvæmt bestu vitund en stundum er ég óörugg með hvernig eigi að flokka, hvað á að fara hvar og sérstaklega ef umbúðirnar innihalda tvö ólík efni. Ég held að ég sé ekki ein um að líða svona en ég reyni bara að gera mitt besta, hreinsa ílátin og raunar bara gera það sem mér þykir skynsamlegast hverju sinni.

En er þetta nóg? Hvað með neyslu, sóun og vistspor? Mér til happs hef ég sérstakan áhuga á nýtingu matvæla. Ég lærði af mömmu minni þann gagnlega eiginleika að elda úr því sem til er og nota nefið til að þekkja hvenær matvæli eru skemmd. Matarsóun heima hjá mér er því í ágætum málum, en ég hef tekið eftir því að ég sanka að mér of miklu dóti. Töluvert meira en ég þarf. Og þegar ég versla matvöru þá kaupi ég of mikið af matvöru sem pökkuð er í plast. Ég geri ekkert annað en að henda umbúðum og yfirleitt er ég einu skrefi framar sorphirðunni en ekki á jákvæðan hátt. Eftir slæm veður þennan veturinn hefur sorphirða stundum hliðrast eða fallið niður með þeim afleiðingum að ég geymi yfirleitt einn „tunnuskammt“ inni af því að tunnan úti er svo full.

Þegar tunnan er svo tæmd fylli ég hana samstundis aftur með öllu því uppsafnaða úr geymslunni, en jæja, þetta er önnur saga. Hernig væri samt ef allt þetta umbúðaplast bara almennt minna? Það væri að sjálfsögðu skref í rétta átt og ég ætti sjálf að vinna að því að kaupa í meira magni og leitast við að versla umbúðalaust. Ég gæti líka verið sniðugri í að endurnýta umbúðir, það er nokkuð sem ég veit að ég get skoðað betur.

Við eigum bíl sem við reynum að nota ekki mjög mikið. Alla jafna verslum við á 10 daga fresti og keyrum til Ísafjarðar til þess. Það eru 100 km samtals fyrir hvert skipti. Þetta er kannski ekki svo slæmt en svo versnaði málið í haust þegar við buðum syninum að fara að æfa fótbolta.

Það gerðum við með hann í huga en sú ákvörðun er á kostnað umhverfisins því boltaæfingarnar eru 3x í viku á Ísafirði. Við keyrum því núna, eða eins og veður og aðstæður leyfa, 2x í viku 100 km. Þó við sleppum einni æfingu er aukningin töluverð á vistspori okkar og mengun. Til að réttlæta þetta reyni ég að nýta ferðirnar í allt sem ég mögulega gæti þurft að gera á Ísafirði líkt og að versla í matinn og þessa háttar. Mér finnst ég í smá klemmu. Ég vil ekki að sonur minn hætti að æfa fótbolta því það veitir honum mikla gleði, en verð fyrir vikið að halda áfram að keyra þessa leið og réttlæta það einhvernvegin fyrir sjálfri mér.

Svo er misjaft hvað við ferðast mikið erlendis ár hvert. Nokkrar ferðir á ári eru vinnutengdar og kannski ein eða tvær persónulegar skemmtiferðir. Ég veit að flugferðir menga gríðarlega og ég veit að það er ekki frábært. Mig langar að endurskoða þetta aðeins og líklega nú í kjölfar covid 19 verða fleiri sem gera það. Kanna leiðir til nýtingar fjarfunda í auknu mæli og skoða eigin ferðamynstur. Ferðast öðruvísi.

Hvað annað? Mér kemur ekkert meira til hugar í augnablikinu, en það er örugglega eitthvað. Í það minnsta veit ég að við getum gert betur eins og t.d. að nota bréfbleyjur á meðan taubleyjurnar liggja ónotaðar ofaní skúffu (!) Mig langar líka að vera bæði duglegri og hugmyndaríkari við að endurnýta. Gera við föt og finna hlutum annan tilgang. Svo niðurstaðan er því líkega að á einhverjum sviðum gengur ágætlega en hvað varðar heildarneyslu veit ég að ég get gert betur og líklega erum við flest á þessum stað.

 

Heim

Um

Samstarfsskólar

Bloggið

Heimaræktun

Heimaverkefni

Fróðleikur

Myndir

Vertu með

“Til allrar menningar þarf ræktun, og til allrar ræktunar þarf tíma. Þess vegna er í rauninni ekki til ný menning. Öll menning er gömul.” - Þórarinn Björnsson

Sími og netfang

Gunnar Ólafsson
Sími 888 5579
frae@djupid.net

This message is only visible to admins.

Problem displaying Facebook posts.
Click to show error

Error: Server configuration issue